Nýr Hringur er væntanlegur eftir breytingar í Póllandi til Hafnarfjarðar í nótt.
Hafist verður handa við að setja niður búnað á vinnsludekk og í lest frá Klaka stálsmiðju ehf. á morgunn. Gert er ráð fyrir að lokið verði við niðursetningu á búnaðinum fyrir jól.
Búnaðurinn samanstendur af móttökubandi, aðgerðaraðstöðu, þvottakörkum, flokkunarkössum og færiböndum á vinnsludekk sem og í lest.