Heildarlausnir
Klaki annast alverktöku á sjálfvirkum vinnslulínum og framleiðslukerfum, en við vinnum náið með viðskiptavinum okkar, greinum þarfir þeirra og finnum hagkvæma lausn á framleiðslunni.
Hönnun og smíði vélbúnaðar, loft- og vökvakerfa, rafbúnaðar, iðnstýringa og hugbúnaðar fer fram innanhúss hjá Klaka, og er fylgt eftir í uppsetningu og innleiðingu.
Öll framleiðsla okkar er CE merkt og uppfyllir matvælastaðla þar sem við á.
Loks bjóðum við góða þjónustu við kerfin með það að marki að lágmarka niðritíma og hámarka gæði framleiðslunnar.
Heildarlausnir
- Heim
- Heildarlausnir
Heildarlausnir
Klaki annast alverktöku á sjálfvirkum vinnslulínum og framleiðslukerfum, en við vinnum náið með viðskiptavinum okkar, greinum þarfir þeirra og finnum hagkvæma lausn á framleiðslunni.
Hönnun og smíði vélbúnaðar, loft- og vökvakerfa, rafbúnaðar, iðnstýringa og hugbúnaðar fer fram innanhúss hjá Klaka, og er fylgt eftir í uppsetningu og innleiðingu.
Öll framleiðsla okkar er CE merkt og uppfyllir matvælastaðla þar sem við á.
Loks bjóðum við góða þjónustu við kerfin með það að marki að lágmarka niðritíma og hámarka gæði framleiðslunnar.

Vinnslulínur í skip
Ferskfisktogarar
Klaki hefur unnið náið með innlendum og erlendum framleiðendum og skipasmíðastöðvum í hönnun, smíði og uppsetningu á áreiðanlegum og endingagóðum vinnslubúnaði.
Við bjóðum snjallar lausnir til meðhöndlunar á afla, svo sem blóðgunarkör sem bæta og hraða blæðingu á smærri gólfleti en þekkst hefur, og sjálfvirka tegunda- og stærðarflokkun með myndgreiningu.

Vinnslulínur í skip
Ferskfisktogarar
Klaki hefur unnið náið með innlendum og erlendum framleiðendum og skipasmíðastöðvum í hönnun, smíði og uppsetningu á áreiðanlegum og endingagóðum vinnslubúnaði.
Við bjóðum snjallar lausnir til meðhöndlunar á afla, svo sem blóðgunarkör sem bæta og hraða blæðingu á smærri gólfleti en þekkst hefur, og sjálfvirka tegunda- og stærðarflokkun með myndgreiningu.

Vinnslulínur í skip
Frystitogarar
Klaki afhenti nýverið færslubúnað um borð í Baldvin Njálsson GK 400, en verkefnið náði til færibanda, kara og snyrtilína frá móttöku að frystum.
Heildarlausnir í skip
Sjálfvirkar karalestar
Tíðni alvarlegra vinnuslysa í lestum skipa er há og höfum við kappkostað að tryggja áhafnarmeðlimum örugga- og vinnuholla aðstöðu.
Sjálfvirka karalestin frá Klaka er nýjasta framlag okkar til málefnisins, en lestin er mannlaus, sjálfvirk og hefur verið hönnuð til hins ítrasta með áreiðanleika að leiðarljósi.
Lausnin er afar skalanleg og hentar því í flestar gerðir skipa.


Heildarlausnir á landi
Vinnslulínur
Við hjálpum þér að bæta þína framleiðslu, en Klaki hefur hannað, smíðað og sett upp sjálfvirkni kerfi í sjávarútvegi, matvælaiðnaði, endurvinnslum, lyfjageiranum og víðar.
Öll framleiðsla er CE merkt, matvæla- og hreinrúmsvottuð eftir þörfum.
Við hjálpum þér að straumlínulaga ferla og bjóðum sjálfvirkar lausnir í gæðaskoðun og eftirliti með myndgreiningu.
Verkbeiðnir og fyrirspurnir
Hafðu samband
Hjá Klaka starfar öflugt teymi sérfræðinga, hönnuða og iðnaðarmanna – við hjálpum þér að leysa hverskyns vandamál sem framleiðslan þín stendur frammi fyrir.
Settu þig í samband hér á vefnum, sendu okkur póst á klaki (hjá) klaki.is eða hafðu samband í síma 554 0000.
