Sjálfvirkni í 50 ár

Klaki hefur í yfir 50 ár sérhæft sig í framleiðslu á sjálfvirkum búnaði fyrir matvæla- og framleiðsluiðnað, til sjós og lands.

Öruggar og áreiðanlegar lausnir, gott þjónustuaðgengi og þrifavænleg hönnun eru aðalsmerki framleiðslunnar.

Auk tækjaframleiðslu annast Klaki alverktöku á sjálfvirkum vinnslulínum og framleiðslukerfum, og getur boðið hátæknilausnir með iðnaðar- og samvinnuþjörkum, og gervigreindarvæddri tölvusjón.

Óskar

Áreiðanlegur vinnslubúnaður

Við smíðum stakar lausnir fyrir framleiðendur en í vörulínu okkar er þaulreyndur búnaður sem hentar fyrir margskonar iðnað.
Öll framleiðsla okkar er CE vottuð og uppfyllir matvælastaðla þar sem við á. Hér að neðan gefur að líta brot af vöruframboði Klaka.

Heildarlausnir

Klaki annast alverktöku á sjálfvirkum vinnslulínum og framleiðslukerfum, en við vinnum náið með viðskiptavinum okkar, greinum þarfir þeirra og finnum hagkvæma lausn á framleiðslunni.

Hönnun og smíði vélbúnaðar, loft- og vökvakerfa, rafbúnaðar, iðnstýringa og hugbúnaðar fer fram innanhúss hjá Klaka, og er fylgt eftir í uppsetningu og innleiðingu.

Loks bjóðum við góða þjónustu við kerfin með það að marki að lágmarka niðritíma og hámarka gæði framleiðslunnar.

Fréttir

Verkbeiðnir og fyrirspurnir

Vertu í bandi!

Hjá Klaka starfar öflugt teymi sérfræðinga, hönnuða og iðnaðarmanna – við hjálpum þér að leysa hverskyns vandamál sem framleiðslan þín stendur frammi fyrir.

Settu þig í samband hér á vefnum, sendu okkur póst á klaki (hjá) klaki.is eða hafðu samband í síma 554 0000.

STAÐSETNING

Klaki er í Kópavogi

Hafnarbraut 25
200 Kópavogi