Sjálfvirkni
Fyrirtæki standa í dag frammi fyrir margþættum vandamálum. Viðvarandi vinnuaflsskortur hefur verið félögum erfiður ljár í þúfu, auk þess sem hækkandi verð hráefnis og aðfanga setur kröfu um sjálfbærari, og ábyrgari nýtingu þeirra.
Tækniframfarir á sviði tölvusjónar og gervigreindar, og samþætting þeirra við iðnaðar- og samvinnuþjarka, gera framleiðendum kleift að leysa tæknilega flókin verkefni og framleiðslustörf sem áður voru manneskjunni einni fær.
Klaki er samstarfsaðili Yaskawa í þjörkum á Íslandi (Yaskawa Select Partner) og er viðurkenndur uppsetningar- og þjónustuaðili fyrir Universal Robots (UR Certified System Integrator).
Hjá okkur starfa sérfræðingar á sviði róbóta, gervigreindar, tölvusjónar, véla- og rafhönnunar, sem finna hagkvæma lausn á þínum vanda.
Framleiðslulausnir
Við höfum þróað lausnir fyrir margskonar framleiðslu og pökkun, svo sem pökkun á DOYPACK® skvísum í pappakassa, áröðun á grindur, gelpokapökkun í kassa og sjálfvirka áfyllingu á lyfjasprautum.
Við finnum hagkvæmar lausnir fyrir fjölbreytta framleiðslu með breytilegum afköstum.

Brettastöflun
Við bjóðum hraðvirk, háafkasta brettakerfi sem henta fyrir fjölbreytta framleiðslu, þar sem mörgum gerðum er pakkað samtímis.
Sjálfvirkur flutningur er á afurð inn á athafnasvæði iðnaðarþjarkanna.
Kerfin má samþætta við pöntunar- og birgðarstýringakerfi (enterprise resource planning, ERP) til stýringar á flæði og samsetningu pantana.
Við bjóðum meðal annars brautarkerfi frá Interroll sem tryggja góða meðhöndlun á ytri pakkningum, þar sem ekki er ýtt í pakkningar við færslu á þeim, né heldur snertast þær við uppsöfnun.
Sjálfvirk áröðun er á bretti með öflugum iðnaðarþjörkum og frátaka tilbúinna bretta er framkvæmd með vagni, eða sjálfkeyrandi lyftara (e. automatic guided vehicle, AGV) sem færir þau í plöstun. Hvor þjarkur er fær um að raða saman 6 mismunandi pöntunum samtímis.
Við leysum flestar kassa- og brettastærðir í einu og sama kerfinu.
Brettastöflun
Við bjóðum einfaldar og skalanlegar lausnir í brettastöflun sem henta framleiðendum sem pakka færri vörunúmerum í einu, til fjölbreyttrar framleiðslu á háum afköstum.
Lausnirnar nýta ýmist afgirta iðnaðarþjarka, eða samvinnuþjarka sem mega vinna innan um annan starfskraft.
Kerfin geta verið útbúin til að meðhöndla ólíkar kassastærðir samtímis, ráða við háa stöflunarhæð og eru einkar spör á gólfpláss.

Tölvusjón
Tækniframfarir á sviði gervigreindar og tölvusjónar geta skapað fyrirtækjum samkeppnisforskot með bættum áreiðanleika og betri gæðastýringu.
Með tölvusjón framkvæmum við margskonar gæðaeftirlit, svo sem tví- eða þrívíðar frávikagreiningar (anomaly detection) og mælingar. Þá höfum við þróað sjálfvirka tegunda- og stærðargreiningu á fiskum með djúptauganetum.
Hafðu samband
Hjá Klaka starfar öflugt teymi sérfræðinga, hönnuða og iðnaðarmanna – við hjálpum þér að leysa hverskyns vandamál sem framleiðslan þín stendur frammi fyrir.
Settu þig í samband hér á vefnum, sendu okkur póst á klaki (hjá) klaki.is eða hafðu samband í síma 554 0000.
