Um okkur

Klaki Stálsmiðja var stofnuð árið 1972 til að mæta þörf fyrir framsæknum og þrifanlegum lausnum í framleiðsluiðnaði. Fyrirtækið fagnar 50 ára afmæli sínu í ár, og hefur allan þann tíma sérhæft sig í smíði úr ryðfríum efnum. Árið 2019 tóku verkfræðingarnir og vélstjórarnir, Óskar Pétursson og Páll Svavar Helgason við rekstri félagsins, en með komu þeirra var þjónustuframboð fyrirtækisins aukið til að bjóða upp á tæknivæddar lausnir sem hagnýta iðnstýringar, tölvusjón og róbóta.

Nýir eigendur fyrirtækisins líta björtum augum til framtíðarinnar. Með átaki í gæðamálum, fjárfestingum í tækjum og markvissri vöruþróun er hægt að standast þá hörðu samkeppni sem ríkir á þessum markaði og hasla sér völl með nýjungar jafnt innanlands sem erlendis.

benni-removebg-preview

Sagan

Á köldum Klaka í hálfa öld

diversity

Teymið

Hittu teymið okkar

Við erum staðsett að Hafnarbraut 25, 200 Kópavogi

Opnunartími
mán-fim: 07:00-16:45
fös: 07:00-13:00

Sími: 554 0000