Á loðnuvertíðinni núna frysti Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum allt að 150 tonn af loðnuhrognum á dag.
Fyrir vertíðina fékk Vinnslustöðin úrsláttarvél ásamt innmötunarbúnaði frá Klaka stálsmiðju ehf.
Samkvæmt upplýsingum frá verkstjóra í frystingunni afkastaði úrsláttarvélin um 12 pönnum á mínútu og gekk vinnslan vel.
Þess má geta að við frystingu 150 tonnum fara fram yfir 16 þúsund úrslættir.