Hringbönd í fiskilestar
Við kappkostum í starfi okkar að tryggja sjómönnum vinnuholla aðstöðu um borð í skipum.
Hringbandið frá Klaka er lausn til að auðvelda handtök í lestum ferskfisktogara. Afli berst á bandið um lúgu en notandi þess getur snúið því 180° um lestina til að beina færibandsendanum að karinu sem hann vill fylla. Hringbandið er útdraganlegt (telescopic) og getur notandinn því spilað færibandsendanum út til að nálgast karið til fyllingar. Færibandið sjálft gengur í báðar áttir, svo lausnin getur hæglega miðlað afla hvert sem er í lestinni.
Kerfinu má stýra jafnt með þráðlausri fjarstýringu sem frá hnappaborði, en allar færslur eru rafdrifnar.
Forritanlegar árekstrarvarnir koma í veg fyrir að notandi keyri bandið í vegg, á súlur eða aðrar fastar fyrirstöður í lestinni.
Hér er því komin lausn sem hentar í flestar gerðir skipa.