Karahvolfarar í tuttugu ár.

Klaki hefur í tvo áratugi boðið upp á karahvolfara frá hollenska fyrirtækinu BackSaver. Hvolfararnir eru ganga á endurhlaðanlegum rafhlöðum líkt og rafmagnslyftarar, eru smíðaðir úr riðfríu 316 stáli og hafa reynst einstaklega vel í vinnsluhúsum hérlendis. Karahvolfararnir koma í mörgum stærðum og geta auðveldað vinnu starfsfólks til muna þar sem hægt er að vinna beint úr körum eða hvolfa þeim, að fullu eða hluta á borð eða færibönd. Tækin uppfylla alla helstu staðla matvælaframleiðslu og öryggis.

Karahvolfararnir sinna mörgum verkum hefðbundinna lyftara og lágmarka þannig vinnuálag lyftara eða fjarlægja þörf þeirra að fullu. Tækin eru á hjólum og því færanleg rétt eins og tjakkar og trillur en algeng lyftigeta þeirra er 900 kg og vatsheldni IP56.

Hér á síðunni undir Vörur má sjá hluta þess úrvals sem í boði er, en nánari upplýsingar eru einnig aðgengilegar á heimasíðu framleiðendans hér.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Scroll to Top