Klaki Draumaland

Vellíðan starfsmanna skiptir Klaka miklu máli og þess vegna hefur fyrirtækið ákveðið að greiða launaviðbætur til þeirra sem huga að svefni og heilsu utan vinnutíma.

Í byrjun mars hóf fyrirtækið í tilraunaskyni að bjóða starfsfólki bónusgreiðslur nái það ráðlögðum svefni. Leitað var ráðlegginga sérfræðinga fyrirtækisins Betri Svefn við framkvæmd verkefnisins ásamt því að bjóða upp á meðferðarúrræði þeirra fyrir þá sem þess þurfa.

Tilgangur verkefnisins er margvíslegur en trú fyrirtækisins er sú að góður svefn bæti heilsu og vellíðan starfsmanna, auki framleiðni ásamt því að lágmarka streitu og slysahættu.

Verkefnið hefur mælst vel fyrir meðal starfsfólks og hefur ótrúlegur árangur náðst á fyrstu vikunum. Í ljósi þess hefur fyrirtækið ákveðið að verkefnið verði gert að hluta að stöðluðu launafyrirkomulagi fyrirtækisins og verður því áfram greitt fyrir að huga að heilsu og svefni utan vinnutíma.

Ónægur svefn og svefnleysi er vaxandi vandamál sem hefur neikvæð áhrif á heilsu og líðan fólks. Samkvæmt rannsóknum getur ónægur svefn valdið fjölda sálrænna og líkamlegra sjúkdóma með tilheyrandi álagi á heilbrigðiskerfið og aukið veikindahlutfall starfsmanna um allt að 100%.

Rannsóknir sýna einnig að nægur svefn skilar lægra veikindahlutfalli, lægri slysatíðni, betri ákvarðanatöku og eykur líkur á jákvæðu starfsumhvefi fyrirtækja.

Klaki vill sýna samfélagslega ábyrgð í verki með því að stíga þetta skref og skorar á önnur fyrirtæki að gera slíkt hið sama

Deildu núna:

Hafðu samband við okkur fyrir fyrirspurnir

Scroll to Top