Nýr og endurbættur vefur

Við bjóðum viðskiptavini okkar velkomna á nýtt vefsvæði Klaka, www.klaki.is. Markmið vefsíðunnar er að gera vöruúrval okkar sýnilegra og auðvelda viðskiptavinum okkar að finna lausnir, hvort sem það séu varahlutir, nýsmíði eða sérsmíði.

Síðustu áratugi hefur Klaki sérhæft sig í hönnun og smíði á búnaði úr ryðfríu stáli og áli með áherslu á einfaldleika, styrk og gæði. Þar verður engin breyting á en í seinni tíð hefur aukin áhersla verið lögð á sjálfvirkni og býður fyrirtækið nú upp á ýmisskonar stýringar, hvort sem það er byggt á lofti, vökva eða rafmagni.

Hjá Klaka starfa sérfræðingar með mismunandi sérhæfingu eða allt frá blikksmíði að róbótaverkfræði.

Fyrirspurnarform eru aðgengileg á vefsíðunni sem hægt er að nýta ef þörf er á ráðgjöf eða frekari upplýsingum. Einnig er hægt að hafa samband með því að senda okkur póst á [email protected], hringja í 554-0000 eða kíkja í kaffi að Hafnarbraut 25, 200 Kópavogi. Heimasíðan er, að hluta til, enn í vinnslu og er því vöruúrvalið sem sýnt er á heimasíðunni ekki tæmandi útlistun á vöruúrvali Klaka.

Hér á síðunni undir Vörur má sjá hluta þess úrvals sem er í boði. Þjónustu sem Klaki býður upp á má svo einnig sjá á heimasíðunni hér.

Deildu núna:

Hafðu samband við okkur fyrir fyrirspurnir

Scroll to Top