Viðtal við Pál birtist á vef 200 mílna á dögunum þar sem hann fer yfir mikilvægi þess að hlusta á endanotendur við hönnun á vinnslum. Hönnun á millidekkinu í Baldvin Njálsson var í nánu samstarfi við skipstjóra skipsins Arnar Óskarsson og samstarfsfólk hans.
“Þetta er mikil vinna [að hanna vinnslu í skip] og það verður að vinna í mjög nánu samstarfi við áhöfnina. Það er lykilatriði í að ná að standa vel að því að setja upp svona vinnslu að áhöfnin komi að hönnuninni og komi með sína sýn, því það eru þeir sem standa við þessi tæki og vita hvar flöskuhálsarnir geta verið.“ segir Páll í viðtalinu.
Viðtalið má lesa í heild sinni hér.