ÞJÓNUSTA

Viðhaldstjórnun og fyrirbyggjandi viðhald

Klaki tekur að sér umsjón eða meðumsjón yfir vinnslubúnaði og ýmsum öðrum búnaði í samstarfi við viðskiptavini sína og hjálpar samstarfsaðilum sínum að tryggja virkni sinna véla og lágmarka þannig bilanatíðni.

Hægt er að gera þjónustusamninga til lengri og skemmri tíma en tilgangur slíkra samninga er ávallt að einfalda rekstur vélbúnaðar og tryggja hag samstarfsaðilans.

Ef einhverjar spurningar vakna þá endilega hafið samband í gegnum síma, tölvupóst eða með fyrirspurnarforminu hér efst á síðunni.