FYRIRTÆKIÐ

Um okkur

Fyrirtækið KLAKI var stofnsett árið 1972. Á þeim tíma var mikil þörf fyrir margskonar búnað til notkunar í fiskvinnslum sem tók mið af auknum kröfun um hagkvæmni og hreinlæti við vinnslu á fiski og öðru sjávarfangi.

Allt frá þeim tíma hefur fyrirtækið sérhæft sig í þróun á vélbúnaði ásamt því að reka stálsmiðju sem sérhæfir sig í riðfríum efnum.

Árið 2019 varð breyting á fyrirtækinu að nýjir eigendur bættust í hóp þeirra bræðra, Bergs og Lárusar, sem fyrir höfðu séð um rekstur fyrirtækisins í yfir 20 ár.

Með nýjum eigendahópi varð smávægileg áherslubreyting en þær breytingar komu inn sem viðbætur við þá þjónustu sem fyrirtækið hafði boðið upp á frá stofnun þess. Þar ber helst að nefna stýringar og stjórnbúnað eins og PLC vélar, örtölvur, myndgreiningarbúnað og allan þá íhluti sem þarf til þess að þróa, framleiða og þjónusta sjálfvirkan búnað.

Ýmsar nýjungar eru á döfinni sem miða að því að auðvelda starfsfólki vinnu sína og auka hagkvæmni við vinnslu í þróun hjá fyrirtækinu en gæði framleiðslunnar, einfaldleiki og góð verð verða áfram þeir þættir sem hafðir eru í fyrirrúmi hjá KLAKA ehf .

Þessu til viðbótar hefur all nokkur innflutningur verið stundaður hjá KLAKA í gegnum tíðina. Meðal annars hafa verið fluttar inn gólfgrindur, Parker vökvamótorar, karalyftur, hreinlætistæki frá Frontmatec/ITEC og málmleitartæki frá Mettler Toledo.

Nýir eigendur fyrirtækisins líta björtum augum til framtíðarinnar. Með átaki í gæðamálum, fjárfestingum í tækjum og markvissri vöruþróun er hægt að standast þá hörðu samkeppni sem ríkir á þessum markaði og hasla sér völl með nýjungar bæði innanlands og erlendis.