Blokkapressa

Þessi vinsæla blokkapressa er öll gerð úr efnismiklu ryðfríu stáli og stenst því vel mikið álag um leið og hún er svo til viðhaldsfrí. Hún tekur lítið pláss og er auðveld í notkun fyrir einn starfsmann.

Blokkarpressan er gerð fyrir 16,5 lbs ramma. Aðlaga má pressuna að öðrum stærðum sé þess þörf. Hægt er að koma við sjálvirkri fráfærslu með færibandi í stað hallandi borðs (eins og sést á mynd). Stillanlegar lappir eru á pressunni.
Mál: Hæð 1400 mm · lengd 1150 mm · breidd 580 mm. Blokkarpressan er loftdrifin og afkastar u.þ.b. 360 römmum á klukkustund allt eftir færni starsmanns. Við 6 bara loftþrýsting gefur hvor tjakkur 1200 kp kraft. Efni: AISI 304.

Hafa Samband

Scroll to Top