Fjarstýrður snúningsáttaskiptir

Fjarstýrður snúningsáttaskiptir (fasavíxlari) sem er einstaklega einfaldur í uppsetningu. Tilbúið kerfi þar sem eingöngu þarf að tengja inn- og útgang og uppsetningartíma þannig haldið í algjöru lágmarki. Fjarstýringin vinnur á 2.4GHz sem hefur reynst vel við erfiðar aðstæður eins og í lestum fiskiskipa, í vinnslusölum.
Ef, sem dæmi, þörf er á að keyra 3ja fasa mótor í báðar áttir er nóg að taka í sundur kapalinn sem lyggur að mótornum og setja búnaðinn á milli. Búnaðurinn er mjög nettur um sig eða um 37 cm á breidd, 16 cm á hæð og 9 cm á dýpt og því auðveldlega hægt að koma fyrir á hlið færibanda eða í litlum rýmum.
Í boði eru nokkrar útfærslur sem fer helst eftir tegund og stærð rafmótorsins.
Ef þig vantar ráðgjöf eða frekari upplýsingar er hægt að hafa samband í síma eða tölvupósti, koma við á Hafnarbraut 25 eða senda fyrirspurn hér að neðan.

Vöruflokkar:

Hafa Samband

Scroll to Top