Description
Myndband af sjálfvirku úrsláttarkerfi með pönnuþvottavél. Kerfið afkastar um 10 pönnum á mínútu.
Til eru tvær útfærslur úrsláttarvéla. Myndband af annarri má sjá að neðan undir “Nánari lýsing”.
Báðar útfærslurnar eru hannaðar með það í huga að spara pláss. Kostir þeirra eru þeir að öskjurnar koma úr vélinni í sömu hæð og pökkunarborðið. Við það geta sparast 2 færibönd, miðað við hefðbundnar úrsláttarvélar og plássið sem þau taka.
Einföld vél er fyrir eina lengd af pönnum á meðan tvöföld vél tekur tvær mismunandi lengdir og þjónar þannig tilgangi tveggja véla. Einungis nokkrar sekúndur tekur að skipta á milli pönnustærða í tvöföldu vélinni.
Vélarnar lyfta öskjunum uppúr pönnunni með 10-16 sívalningum, sem gerir mögulegt að nota vélina einnig fyrir 12 punda pakkningar. Afkastagetan er um 10 pönnur á mínútu.
Vélarnar skila tómum pönnum frá sér að aftanverðu á þar til gert færiband, sem flytur pönnurnar tómar til baka. Vélarnar hafa reynst fara afar vel með pönnur. Einnig er hægt að fá pönnuþvottavél sem þrífur pönnurnar eftir úrslátt.
Einföld Vél:
Efni: | AISI 304 |
Yfirborð: | Rafætt |
Lengd: | 1730 mm |
Breidd: | 1067 mm |
Hæð: | 1150 mm |
Tvöföld Vél:
Efni: | AISI 304 |
Yfirborð: | Rafætt |
Lengd: | 1800 mm |
Breidd: | 1067 mm |
Hæð: | 1790 mm |
Myndband af sjálfvirku úrsláttarkerfi með pönnuþvottavél. Kerfið afkastar um 10 pönnum á mínútu.