Lóðrétt fiskilyfta

Lóðrétt fiskilyfta er ein af mörgum nýjungum fyrir fiskiðnaðinn, sem fram hafa komið frá Klaka. Lyftan er smíðuð úr ryðfríu stáli AISI304 með sterku stálneti. Spyrnurnar eru gerðar úr þykku fínriffluðu gúmmíefni, sem flytur fiskinn mjúklega upp í umbeðna hæð.
Fiskilyftan flytur allar gerðir fisks. T.d. síld, þorsk, karfa og grálúðu. Lyftan getur annað allt að 10-12 tonnum á tímann. Hægt er að byggja fiskilyftuna áfasta við þvottakar.
Lóðrétta fiskilyftan er fyrirferðar lítil, sem er mikilvægur þáttur í flestum vinnsludekkjum, og tekur aðeins um hálfan fermetra á gólffleti. Hana er hægt að fá í mismunandi breidd og hæð. Staðlaðar breiddir eru 670, 750 og 950 mm. Gerðar hafa verið lyftur allt að 2500 mm á hæð. Inntak í lyftuna getur verið aðeins um 20 cm frá gólfi.

Hafa Samband

Scroll to Top