Útdraganlegt færiband

Ómissandi hjálpartæki í lestum ísfisksskipa og gagnlegt á ýmsum stöðum um borð. Útdraganlega (telescope) færibandið er framleitt í einni stærð, en má aðlaga að ýmsum aðstæðum t.d. fyrir rækju og minni lestar. Klaki getur útvegað færibandalausnir í lestar frá 4 m upp í 12 m á breidd og jafnvel breiðari.
Fyrir stærri skip er eitt eða fleiri færibönd fest langsum eftir lestinni við loft. Stútur fyrir niðurtöku frá dekki er fyrir ofan bandið. Þá er útdraganlegt færiband 2,7 m til 4,8 m, sett á snúningsstút við enda langsumbandsins.
Í minni skip er útdraganlegt færiband aðeins eitt og flest við stút sem gengur í gegnum vinnsludekkið. Gjörð er fest neðan við stútinn sem bandið leikur á og getur snúið í 360° og lyfta má lausa endanum þannig að bandið halli uppávið. Fisk, rækju ís ofl. má þannig flytja á auðveldan hátt.

Vöruflokkar:

Hafa Samband

Scroll to Top