Fiskidæla
Fiskidælan frá Klaka stálsmiðju ehf. flytur allar stærðir og gerðir að bolfiski og ræður jafnvel við flatfisk. Auk notkunar um borð í frystitogurum er mögulegt að nota dæluna í landi t.d. í aðgerð, í loðnu og síldarvinnslu.
Fiskurinn er umlukinn sjó allan tímann sem hann er í flutningi, það dregur úr hnjaski og þvær hann um leið. Þar sem flutningslögnin er án hreyfanlegra hluta og slitfletir engir, verða óhreinindi af völdum flutningsins lítil. Þrif á lögn eru því einföld og viðhald lítið, sem sparar bæði tíma og fjármuni og eykur rekstraröryggi.
Lyftigeta og aftköst fara eftir gerð dælunnar. Lyftigeta dælunnar á myndinni er u.þ.b. 2,3 metrar frá miðju dælu. Afkastageta er 75 rúmmetrar á klst. miðað við 10 snúninga á mínútu.
Lengd: 2000 mm
Breidd: 1400 mm
Hæð: 1500 mm